Rammastúdíó sérhæfir sig í innrömmun á málverkum, ljósmyndum, plakötum og öðru því sem á heima í ramma. Rammastúdíó er vel tækjum búið þar sem vandað handbragð og nýjasta tækni er nýtt til að skapa gæðarammann fyrir myndina þína.
Við sérsníðum ramma að óskum viðskiptavinanna og skerum gler og karton. Notum eingöngu viðurkenndar vörur og sýrufrí efni. Einnig strekkjum við strigamyndir á blindramma og límum plaköt og myndir á foam efni. Gerum tilboð í öll stærri verk.