Við skerum karton í öllum stærðum, litum og þykktum. Oft hentar að skera hvítt, svart eða karton í lit til að setja utanum myndirnar þegar þær eru rammaðar inn. Við erum með mikið úrval af þykktum og litum til að velja úr. Við skerum kartonin með fláa og hægt að koma á staðinn og fá skorið á meðan er beðið.

Karton er einnig hægt að skera með kringlóttum eða sporöskjulöguðum glugga. Einnig er hægt að skera út letur og munstur í karton.

Við skerum karton eftir óskum og sendum hvert á land sem er.