Við hjá Rammastúdíó erum með mikið úrval af rammaefni til að sérvinna ramma fyrir viðskiptavini. Við vinnum hefðbundna tréramma í ýmsum litum stærðum og gerðum, einnig eigum við mikið úrval af álrammaefni sem hægt er að breyta í ramma af öllum stærðum, litum og gerðum. Þá bjóðum við upp á flotramma og getum einnig strekkt striga og myndir á blindramma.

Best er að mæta með myndina til að finna hvaða útfærsla og rammi hentar best.