Við hjá Rammastúdíó römmum inn myndir, málverk, teikningar og hvaðeina sem hægt er að setja í ramma í öllum stærðum og gerðum.
Yfir 200 mismunandi tegundir að rammaefni er í boði; trérammar, álrammar, flotrammar, blindrammar og margar stærðir og gerðir og fjölbreyttir litir.
Við erum einnig með karton í ótal litum og skerum gler í rammana. Við erum með bæði venjulegt rammagler og gler sem er glampafrítt.

 

Best er að mæta á staðinn með verkefnið og við finnum góða lausn sem hentar. Sanngjörn verð og stutt bið eftir að fá verkefnin afhent tilbúin.